Þetta ljóð er bara eins konar skyss en ojæja…..

*Lífið og eiginleikar þess*

Hefur þú séð fuglana fljúga
og fagurgalan synda?
Hefur náunginn nauðgað þér
og nælt í þitt bros?

Hefur þú verið blindað barn
er berst við eigin straum?
Hefur þú alltaf aurum
annt og hugsað ekki um annað?

Ef neitun þú notar
nú við fyrsta
en kinkar kolli
kímnislega við það seinna
- Ertu heppinn einstaklingur
en einstaklega sjálfselskur.

Því brosið breitt
blíðkar þig
og sjónin sýnir
stóran heim.
En aurar eru aukaatriði því
það eina sem þú að lokum hefur
er þín fjölskylda.
- Hvort kýst þú? –


Hilja