Laufgað tré stendur æ í fullum skrúða
sterkt það í vindinum aldrei brotnar
en kyrrlátt og þagmælt sem látin brúða
á endanum deyr og á sama stað grotnar.

Grasið grær á sama stað – friðsælt en troðið
gráturinn hleypur fram í ljósblárri dögg
vatn er þess líf - það eina sem því er boðið
það mun aldrei ferðast – né reisa sín flögg.

Hólpinn er maður sem dvelur á sama stað
skelfilegar hættur úti í heimi aldrei sjást
en með persónu flata sem mjallarhvítt blað
mun í lífi hans aldrei sönn hamingja nást.



Til að sjá og fá sanna gleði í líf
skal renna sér hratt eftir blaði á hníf
þó fallið sé hátt hvoru megin sem þú lítur
þá er lífið þitt ei tómur ljótur hænsnaskítur.



Áhætta í lífi er nauðsyn til að lifa
lítið er annars að lokum til að skrifa
ég vil geta horft úr himnunum látinn
á hamingjuminningar sem og grátinn
og vitað það með vissu að ég var til
viljandi hoppað og hrapað niður gil
til þess eins að upplifa allt í kring
í stað þess að sitja og stara í hring…

…lífið er upplifun sem vel skal njóta
svolgra í sig gleðina – leggina brjóta
þó ekki sé lífið alltaf rósarinnar dans
er gleðin aldrei langt undan…

…í lífi sérhvers manns.
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.