Barnið lúrir þarna einmana og á sér ekki samastað
Úr himnum heyrist dynkur svo náðarlaus og sterkur
Rigningin fellur harðar á brúna pollana og andlit þeirra
Sem sitja og stara út í eilífðarinnar myrkur…

Barnið stendur upp og hreyfir sig nær skuggunum
Snertir dauðar flugurnar sem liggja kyrrar í gluggunum
Kjallaraíbúð í Sólvallagötu – þar sem sólin skein áður
Nú heimilisfaðirinn drykkfelldur – óhamingjufjáður.

Barnið leikur sér að rauðum rispuðum leikfangabíl
Lætur dekkin renna hratt yfir vatnið og moldarhæð
Mamma kallar það brátt inn í súpu og kartöflur
Mamman sem áður var glöð – ánægð – vel stæð.



Barnið er faðmað kært af glottandi föður
Fallið er stoltið niður í gleymskunnar löður
Úr vitum hans annarleg lyktin hún svífur
Hryllileg skerandi og beitt sem kaldur hnífur.

Barnið kann ekki að skilgreina áfengisangan
Í raun vill það núna fæða litla magann svangan
En mamma virðist skilja betur pabba skrítnu rödd
Skilur að þaðan var hamingja þeirra bráðkvödd.

Barnið sefur vært eftir máltíðina góðu
En foreldrar þess aldrei upp frá borðum stóðu
Þar rifust þau endalaust um skuldir og vín
Þá daga sem tilvera þeirra var fín.



Mamman handleikur götóttan mölétinn kjólinn
Sem áður var skínandi fagur nýr og gljáandi
Minningarnar um hamingju kalla fram sáran ekka
Og hún hugsar um daginn sem að hann fór að drekka.


-pardus-

***Veit alveg með stuðlavöntun og rythma… langaði bara til að koma boðskapnum á framfæri - blanda saman atómljóði og rímuðu***
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.