Ég veit að ég hef ekki sent inn eitt einasta ljóð í sumar, en nú er ég kominn aftur uppfullur af hugmyndum :)

Söknuður

Söknuður, getur verið svo sár.
Eins og svipmyndir lífs míns eigi sér ekki lengur stað í hjarta mínu.
Ég lít stundum til baka og sé þig standa þar….brosandi,
ef ég bara gæti, gæti skilið þig frá mér.

Þú ert hans, en þú ert ánægð.
það skiptir mig öllu, því ég elska þig.
Ég er ekki lengur hræddur við þau orð,
ég hef tekið þau í sátt. Ég hef tekið lífið í sátt.

Ég mun eflaust aldrei fá að halda þér í örmum mínum aftur.
En ég fæ þó að sjá þig ánægða.

Einar/02