Hið fátæklega líf horfir á mig svo agnar smátt
vill fá að vita hvaðan óhamingjan rótum sprettur
þráir að snerta þennan líkama sem óðfluga blæðir út
langar að þerra útgrátin augun sægræn og himinskær

bara ef heimurinn væri eins falleg og hugsun þín
myndu þá sólrósir springa glitrandi út eftir regnbogans litum
myndi þunglyndið gleyma sér í gleðivímu félagsskapar
myndi hlátur breytast í grátur þótt kjánalegt sýndist

ef fas mitt gæti platað hug þinn enn eitt skiptið
sveipað hulu yfir mína fjölmörgu galla og fölbleikt hörund
lyft sálum okkar upp yfir líkama vor og fallist í faðma
svifið yfir mannfólk og dýr inn í eilífð ástkærra elskenda
“True words are never spoken”