Brostið hjarta leitar ævina á enda
á vit leyndra ævintýra og litfagra drauma
týnir sér í dagdraumum með augun sljó
sekkur dýpra inní myrkvað sjálfið tómt

fikrar sig í svefni nær hinu skæra ljósi
ljósi tærleika og áður vaknaðra drauma
snertir ástvin en finnur alls ekki neitt
því ég er ekki hér, aðeins fölbleikur líkaminn

vorkunin og vonleysið skera djúp sár
blæðandi reyni að brosa framan í heiminn
hversdagshetja sem vinn litla sigra
orustan er framundan en stíðið endar aldrei
“True words are never spoken”