Er búinn að vera að vesenast í þessu ljóði í nokkra mánuði, viljið þið segja mér hvort það sé eitthvað vit í þessu eður ei. er ekki alltí lagi þótt nokkrar línur séu lengri en aðrar, mér finnst þetta passa en kannski finnst ykkur annað. takk :)


Fastur uppá fjalli

Fastur uppá fjalli
enginn heyrir þótt ég kalli
bensínið er búið
liðið orðið lúið
von öll virðist úti
drekk ég vín af stúti
farið er að dimma
kemur nóttin grimma
fætur farnir að dofna
en við megum ekki sofna
fólkið orðið hrætt
hjálpin ekki mætt
ég reyni þau að róa
þó byrji nú að snjóa
hérna þýðir ekki að hanga
á næsta bæ ég reyn´að ganga
í bílnum húka eftir ein
heyrist í vindinum vein
kominn er nú hálfa leið
súpandi á áfengum seið
orðinn allur blár
felli nokkur tár
horfi á lífið þjóta hjá
sé ég þarna mann með ljá?
ligg ég nú í skafli
þetta er minn loka kafli
í fjarska nálgast bjarmi
bráðum ligg í hlýjum armi
er þar Drottins englaskríll
eða bóndans fjallabíll?