Mín helborna dís
sem sál mína togar
að sjá þig mín bíða
í stingandi regninu
svo ógurlega falleg
sem sólin sem rís.

Áður ég aðeins var
ungur og óáreyttur
sat ég á álfasteini
reikaði þá hugurinn
frjáls hann þá flaug
svo langt, svo langt.

Minningin mig vitjar
er hitti ég hana fyrst
þokkafull sem hópur
naktra yngismeyja
allar saman, í laumi
hún merkti mig sinn.

Í faðmi þínum
þá ég vildi felast
undir ofnu teppi
skapað af þjáningu
regnið mig ei fann
sólin mig ei sá.

Lífið þaut hratt hjá
stakst tönnum í háls
þrótinn saukst burt
hamingjuna straukst
af nöktum líkamanum
syndin hjá mér settist.

Er frá henni vildi fara
hald í maga minn tók
hóf í hann að naga
unaðsfullur sársauki
syndin mig togaði
svo fast, svo fast.

Nú þú mín bíður
fegurdin freystar
hugurinn sortnar
líkaminn skelfur
andinn fylgist með
hvert verður mitt val?