Hinn seinasti morgundagur
rann upp með
ópum.

Morgunsárinu blæðir.
Köld jörðin yljar sér
í rauðu hafinu.

Kámugt dagblaðið
skilar sér inn um lúguna
en blaðberinn
dettur niður dauður
fyrir utan dyrnar.

En hvað með það?
Hann var ekkert nema
boðberi gamalla frétta
Hvað gerir maður svosem við
söguna á degi sem þessum?

Ég rýni í blaðið.
hvað ætli himintunglin
hafi að segja mér í dag?
það getur ekki verið
neitt merkilegt því
stjörnuspáin
er sú sama fyrir alla;

Í dag munt þú deyja
Dauðann þú skalt ei þreyja
þér er hollara að njóta
það líf sem þú munt hljóta.


Það spáir stanslausri ofankomu
logandi loftsteina
frá öðrum sólkerfum
sem munu eyða nær öllu
lífi á jörðinni okkar.

Það er að segja
ef við erum heppin.

Klæði mig í regnkápuna
og sting hjartanu undir hendina.
Ég ætla að póstsenda það
á betri stað.




Þetta er kanski með mínum subbulegri ljóðum en það er um hvernig heimurinn er í dag, hvernig við erum alltaf að bíða eftir hinum seinasta morgundegi og hvernig við erum einhvernveginn svo ómeðvituð um hvað er að gerast þarna úti..
mig langar rosalega að fá að vita almennilega hvenrig ykkur finnst það.. ekki vera hrætt um að vera leiðinleg..;)
einnig ef þú heldur að þú getir bætt versið “Í dag munt þú deyja ” þá vil ég endilega heyra það því ég er ekki mjög góð í hefðbundnum skáldskap..

kær kv. alren ;)