Ég stend í djúpum dal,
grasið grænt, seitlar í læk. -

Mikil fjöll standa mér við hlið,
fjöll sem himnarnir hræðast. - -
Ekkert heyrist, nema vatnið
sem slæst í stein.

Hrynur grjót, rísa fjöll! - -

Á grænu grasi ég sit,
hlusta á seitlið í læk,
leyfi geislum sólar
mig að kyssa.

Jörð skelfur, grjót sundrast,
fjöll falla! - - -

Spörfugl til mín flýgur,
syngur lítið ljóð,
þreytt mús hjá mér sefur.

Dynur í himni, notrar í lofti,
eldur úr jörðu, rofnar jörð! - - -

Ég lygni aftur augunum,
anda djúpt, brosi,
og svíf enn á ný til föður míns. - - -