Einarbabe== til að fólk skilji okkur er ætlast til af okkur að notum marktækar setningar, marktæk orð og reynum umfram allt að rugla ekki fólk í ríminu. Vissulega má segja að slíkt gildi ekki um ljóð EN… í ljóðum þurfa myndir, tákn og erkitýpur að vera byggð upp á þann hátt að merking sé ´handan við hornið´. …með tímanum deyr hjartað /og sárin rottna með eplunum… ég næ ekki samhenginu milli sára og epla, er það til staðar? Ef svo er, hvar er það? Þú sem augljóslega skilur þetta ljóð vildir vera svo væn að útskýra það fyrir mér….Risaeðlan, lífið reynir að éta mig lifandi með hugsunum….hvar kemur risaeðla inn í þetta ljóð, hvaða tilgangi gegnir hún? á þetta kannski að vera risaeðlan lífið? Þá er þarna kommu ofaukið og slík mistök geta verið mjög dýrkeypt. Að éta lifandi með hugsunum, á Hjalti við að lífið sé að éta hann með hugsunum(hugsanir þá eins og kartöflur með kjöti) eða eru hugsanir lífsins að éta hann? Það er of margt við þessi skrif ´beint frá hjartanu´sem eru ruglingsleg og villandi til að ég skilji þau. Það að búa til ljóð er EKKI bara að skrifa niður beint frá hjartanu, hefur þú kannski aldrei heyrt um ljóðLIST. List krefst hugsunar, aga, þolinmæði og endalausrar þarfar til að tjá sig. Ljóðlist þarfnast ekki bara hjarta, blaðs og penna. Hugur, orðfæri, agi, þolinmæði og þörfin þarf að fylgja með.
Hjalti== ég veit að þú tekur þessari gagnrýni minni ekki illa, ég veit að þú getur miklu mun betur og ég held að þú vitir það sjálfur. Mundu bara að gefa þér tíma. Hlustaðu á hjartað, en notaðu hausinn til að yrkja
:)