
Garðurinn.
Kominn á letigarðinn
Enn eina ferðina
Hristir haus og glottir
Framan í strákanna
Sjáið hvur er mættur.
Tendrað er í feitum stert
Velkominn heim drengur
Vonandi líður þessi fljótt og vel
Sitið er inní klefa
Sagðar eru fornar frægðarsögur
Um tíma sem voru kannski aldrey til
Nema í draumum sögumannsins
Árin líða misjafnlega vel
Og einn dag arkar hann út á veg
Með 1000kall í vasanum
Í huga sér hann segir
Hingað kem ég aldrei aftur
En einn daginn kominn á letigarðinn
Enn eina ferðina
Hristir haus og glottir tannlaus
Framan í kallana
Sjáið hvur er mættur..