Rósin sem deyr



Dag eftir dag
þér líður eins
aleinn

Þú heldur þig
betur settan dauðan
aleinn

Verið svona eilífðina
í náveru einverunar
svo sár

Tilveran virðist ekki
anda lengur og
lífið þitt kafnar

Ekkert virðist vera að gerast.
Alltaf sami dagur að líða
Eina sem breytist er að
rós lífs þíns dvínar

Dagurinn svo langur
hann virðist ei
stoppa

Þú heldur þig
Betur settan
án hans

Ekkert gengur lengur
hver sekúnda er orðin ein mínúta
hver dagur ein vika

Ekkert virðist vera að gerast.
Alltaf sami dagur að líða
Eina sem breytist er að
rós lífs þíns dvínar
og fljótt hún deyr





Hjalti