Til þín, sem bírð á bakvið hugsun mína,
blóðlaus og föl, og speglar ásýnd þína
í mínum kalda og annarlega óði.
Frá mér, sem horfði úr húmi langrar nætur
á heimsins blökku dýrð, og reis á fætur
með jódyn allra jarða mér í blóði.
Og ég var aðeins til í mínu ljóði.
Steinn Zteinar.
Ferð án fyrirheits.
1942.
