Þetta er nú bara eitthvað bull ljóð sem ég samdi fyrir 10 mínútum, þið megið allveg halda áfam með það….
Lítil börn að leika sér í Afríku,
úti í leikjum.
Klædd í rifnar stuttbuxur og bol.
Lítil börn að leika sér á Grænlandi,
úti í snjókasti.
Klædd í kuldabuxur og úlpu.
Lítil börn að leika sér á Íslandi,
inni í tölvunni.
Klædd í Disel gallabuxur og Nike bol
Lítil börn að leika sér á Spáni,
að busla í sjónum.
Klædd í sundföt.
Lítil börn að leika sér í Englandi,
úti í fótbolta.
Klædd í David Beckham búning.
Lítil börn að leika sér,
að því sem er gaman.
Klædd í föt.
