Kavíar og Kampavín.

Ég er vaknaður
og fuglarnir singja mér morgun kveðju.
Ég fer á fætur, fæ mér kaffi.
Lít á síman og sé að það er búið að vera reina að ná á mig.

Bílarnir bruna framhjá.
Ég er út í glugga og
horfi á mannaða farskjótanna.
Hvað yrðu þeir án okkar?

Kavíar og kampavín
perlur fyrir svín.
Hvar ert þú nú ástin mín?

Fjandinn hafið það ég hringi til baka.
: Já halló.
: Já nú Lögreglan.
: Ja, það var verið að reina að ná á mig úr þessu númeri?
Enginn kannast við það.

Fortíðin hún er alltaf þarna, sama hvað.
Ég fæ hana ekki flúið.
Þetta er allt saman frekar snúið.
Gamalt og lúið.

Ég fæ mér Kavíar og kampavín.
Perlur fyrir svín .
Hvar ert þú nú ástin mín?