Fór ég til berja
fyrra sunnudag,
fann ég fyrir mér stúlkukorn,
í bláu pilsi hún var;
léði ég henni liljublað
að leika sér að.
Elti ég hana upp í öll hús
allt upp í lambhús,
upp í sel
og ofan á mel.
Alla daga fari hún vel.

Næstum eins!

Fór ég til berja
fyrra sunnudag,
þá kom til mín lítill drengur,
smáfættur var.
Hann bauð mér einn lítinn leik,
ekki vildi ég það.
Sjálfur mátti hann eiga
sitt ljósa liljublað.
Elti hann mig um öll hús
og allt upp í lambhús
fram í flóa og fram í sel;
fari hann alla dagana vel
í hvern dalinn sem hann fer.
(i)Ragna OG Dagný(i)