Ég sit hjá þér, hlustandi á orð sem særa
andlit mitt sviplaust en hjartað grætur
sjálfsmyndin brotin en hvað segir þú mín kæra?
svefninn leggur mig í einelti eylífar nætur

dagurinn líður áfram meðal deyjandi vera
barnlausir spurja sjálfa hvað skal síðan gera?
köld sængin spyr mann forvitin hvernig gekk í dag
flaskan tóm endurspeglar hvað allt er manni í óhag

brjóstið öskrar og maginn vælir sárum tónum
ærandi þögnin yfirgnævir invortis hljóma
deyjandi metnaðurinn gerir menn að rónum
minningin um þig ætíð sveifluð dýrðarljóma
“True words are never spoken”