Ég kem frá öðrum hnetti þar sem alt glóir af gulli
og viska þar er hrein og fögur.
Þar er ekki þessi efi sem eltir okkur hér.
Ekki þessi ótti sem heldur okkur föstum.
Hér mæti ég sjálfum mér
þegar mér hentar það ekki
og spir oft : hvað ert þú að þvælast hér?
Hvað ert þú að þvælast með sjálfum þér?
Hvað ert þú að gera í veröld sem er vitfirt og á sér engva von.
Labbandi þessar götur fullar af malbiki svo þung stígur.
Grasið er aðeins fyrir augum mér á litlum blettum í húsagörðum mannana.
Manna sem hafa svo lítinn tíma aflögu fyrir lífið sjálft.
Börn þerra munu alast upp og fara sömu leið,
þau munu gleima hvað það er að lifa og hafa gaman.
Þau munu taka við og berjast gegn mengum og þau munu berjast fyrir mengun.
Þau munu svindla á kerfinu og þau munu finna leiðir svo að ekki sé svindlað á kerfinu.
Þau munu handtaka og verða hantekinn, þau munu loka inni og verða lokuð inni.
Þau munu lifa og þau munu deia flest á þess að vita hvað lífið er.
Esjan skarta nú sínu fegursta og það er sumar og margir eiga frí
arftakarnir er settir inn í bíl, þetta litla framtíðar fólk.
Kanski ertu með lítin lögfræðing eða stjórnmála mann grenjandi í bílnum
eða bara verkamann sem mun aldrei sjá árangur erfiðis síns.
Stundum held ég að hann hafi það betra því peningar og völd fara illa með menn.
En ég hvenær fer ég í frí?
Hvenær mun ég fá frí frá sjálfum huganum og þessum þunga lífræna líkama sem bindur mig niður?
Hvenær fæ ég að verða frjáls frá malbikinu og útblæstri bílana.
Hvenær fæ ég að verða frjáls?
Ég hef mætt sjálfum mér enn einu sinni og ég spir eins og fífl.
Barnið æpir og það vill ís.
Það er langt í næstu sjoppu, það eru yfir hundrað kílómetrar.
Fríið er búið.
Karlinn keyrir of hratt konan er hrædd.
Fríið er búið.
Í sumar húsinu er þráttað um viðskipti í farsíma, það er yfirtaka.
Fríið er búið.
Ég labba inn á bar þegar ég á pening, þar er friður og enginn útblástur né malbik.
Það er sem ég sé að labba inn í kirkju því þetta er mín helgasta stund.
Ég drekk Wiski með klaka og ég er með sjálfum mér aldrei þessu vant.
Peningar.
Peningar.
Þetta gengur allt útá peninga hér.
Ég vildi ég væri heima hjá mér þar sem er enginn efi, engvir peningar.
Ég er í jarðlífinu búinn að uppfilla skilirðinn fyrir áframhaldinu.
En ég þarf að bíða til enda dags.
Fylgjast með ykkur hinum reina fara í frí frá ikkur sjálfum
og filgjast með ykkur hinum ala upp framtíðar borgara þessa lands.
