Ég geng með höfuð mitt reyst.
Samviska mín hrein, en fáum ég get treyst.
Margir með fagrann feld mig svíkja,
leika vini góða en svo af mér stela og sníkja.
Hver á skilið vini slíka?

Ég er traust fús maður,
fyrir það er mér traðkað niður.
Daprar nætur
er klefinn er læstur.

Þar maður starir tómum augum
ofsóttur af fortíðar draugum.
Séð á eftir vinum mörgum
er dvelja nú í sínum frosnu gröfum.

En ég geng með höfuð mitt reist
og Guði ég get treyst.
Líf mitt er nú eins og það er
Hver tilgangur þess er,, það einn hann sér.

Og það er mín von
að losna einn dag úr sjálfs míns helsi
og eignast líf einn dag
sem hægt er að kalla frelsi.

þriðjudagur, 2. maí 2000 Litla Hrauni.