Með sverði klauf ég höfuð eitt
enn einn manninn hef ég deytt
víkingsblóð um æðar rennur
innra með mér hatur brennur

Hólmganga að gömlum sið
um sigur, til óðins bið
geng svo fram, með sverði hegg
gegnum skrokk og af með legg

Víkingur ég vild ég væri
og til fornaldar strax færi
en ég verð að sætta mig við það
að vera tölvunörd á þessum stað

Víkingar í draumi sækj'að mér
reyna að fá mig í lið með sér
og á hverri nóttu um æðar rennur
víkingsblóð og hatur sem brennu