Þar hafiðþið það.

Ég er vondur og reiður útí tilveruna.
Örlöginn spunnu sinn skíta vef.
Norninar hlóu líklegast af mér þegar þær toguðu
í strenginn sem var þess valdandi að ég endaði hér.

Fimta sinn í fangelsi fyrir 25..
Spáið í því.
Hér á þessu fyrir myndar ríki sjálfstæðis.
Er slígt til?
Hvernig má það vera?
Var ekkert hægt að gera?

Var þessi drengur ekki mótaður af foreldrum?
Nei mínar fyrirmyndir voru glæpa menn og morðingjar í sjónvarpinu.
Pabbi minn… huf … Hann kostað 400kall úi í Vidoleigu og
hann skaut fólk í hausin fyrir það eitt að rífa kjaft.
Hann var svalur kall.

Með þessar fyrimyndir ég rauk af stað út í lífið.
Bara strax um fermingu var ég kominn á götuna.
Sníkjandi, rænandi, berjandi, eyðileggjandi.
Ég hataði þjóðfelagið.
Það var enginn eins og ég.
Og ég las útur öllu að ég væri ekki eðlilegur.

Best var að farga því öllu .

Brennivín var mín móður mjólk
reif mig upp úr minni vöggu.
Hér sit ég 24 og er að fatta dæmið.
Fynst það heldur súr biti að bíta í og
hann stendur svolítið fastur.

Í fangelsi í fimta sinn?

Er þar ekkert gert fyri unga menn?
Þú ert fífl að detta slígt í hug og ég skal segja þér að
þar er maður - ef maður vill - filtur upp af lifjum.
Og auvitað vill maður það.
Enginn unglingur vill vera meðvitaður í fangelsi.

Hér hef ég horft á eftir vinum mínum
bilast - ornir geðveikir - eða þá bara hreinlega deia.
Uuuuuusssss um það má ekkert sega.
Það er blettur á fínu bláu klæðinn er á borðið eru breidd.
Þetta er ríki sjálfstæðis og ekkert slæmt hér gerist.

Sjálfur hef ég klikkast.
En ég poppa bara altaf til baka.
Ég málaði einusinni klefann minn með blóði
og fyrir það var ég barinn og kallaður sóði.

Hér á þessu fyrirmyndar ríki sjálfstæðis
Er slígt til?
Hvernig má það vera?
Var ekkert hægt að gera?

Nú er ég að fara aftur útí lifið fara verða frjáls.
Með jú aðeins meiri skilning á blessaðri tilveruni heldur en áður
og ég notaði tíman hér til endur uppeldis.
Ég horfði nefninlega á fræðslu efnið í sjónvarpinu
Oipru og Ísland í dag.
Nýr og betri maður haldið ekki það?…