Sumarið flýtur áfram hljóðlega framhjá
glataðar stundir renna niður tærann lækinn
enda í ós hafsjós löngu gleymda hugsana

stöku menn sjást stinga sér til sjávar
buslandi blautir leita að týndum augnablikum
fyrir skrifaðar hugsanir sem urðu aldrei að orðum

gamall maður á dánarbeði mælti eitt sinn:
“Ég sé ekki eftir þeim orðum sem ég sagði meðan ég lifði
-heldur þeim sem ég aldrei þorði að segja”
“True words are never spoken”