Ég er nú á smá krossgötum og leita því hjálpar hjá ykkur. Ég lenti í því að enda inn á síðunni poetry.com nú fyrir einhverju síðan og sendi þar inn ljóð. Ég fékk síðan einhverju síðar sent bréf heim til mín sem sagði mér að ég væri kominn í hundrað manna final og það ætti að gefa út bók með ljóðum þeirra sem eru í 100 mann finalnum. Ok. En mér var boðið að kaupa bókina fyrir einhverja upphæð en gerði það ekki. Nokkru seinna fæ ég bréf heim sem segir mér að ég sé kominn í 35 mann úrslit og það eigi að gefa út disk með lesnum ljóðum þeirra sem komin eru í 35 mann final. Og var mér boðið að kaupa þann disk líka. Nú fékk ég mail frá þessu sama fyrirtæki (poetry.com) að ég væri tilnefndur sem ljóðskáld ársins árið 2002 og ég ætti að koma til Washington D.C. og taka þar þátt í úrslitakeppninni og einhverjum svaka veisluhöldum 23-25 ágúst. Svakaleg peningaverðlaun eru í boði og á ég möguleika á því (ef ég vinn fyrsta sætið) að fá inn í International academy of poets eða eitthvað álíka því. En málið er að aðgangurinn fyrir mig á hátíðina kostar aðeins 575$! Og er það dáldið mikið fyrir að fara þar inná. Og burtséð frá því að keppendur eiga að gista á hilton eða einhverju svoleiðis svaka hóteli og gistingin kostar 130$ nóttin. Og síðan ofan á það flug, matur og annað svoleiðis. Ég hef aldrei heyrt um þessa keppni áður eða enginn sem ég þekki kannast við þetta og ég er eitthvað hálfsmeykur með það að fara bara beint til USA eyða svaka pening og svo er verið að blöffa mig. Ég spyr ykkur, kannist þið við þetta fyrirtæki? Ef svo er, er þetta peninga blöff eða alvara? Eða er einhver hér sem að hefur fengið tilkynningu um það að hann eigi að mæta til USA eins og ég? Segið mér allt sem þið vitið um þetta poetry.com. Ég þarf nauðsynlega að fá að vita eitthvað um þetta.
Fyrirfram takk….