Sólin málar skýinn
með himinum þá myndast
hið fullkomna, komið til að vera
ég mun einhvern tíman snerta hann
til að líða betur
ég er nefnilega leiður á þessu

atvinnulaus og þunglyndur
gengur ekkert að hætta að reykja
og kærastan hætti að hringja
ég hringdi….
en þá hætti hún að svara

Lífið leikur við börnin úti
það er hætt að leika sér með mér
Lífið hefur skilið mig út undan
Ég sit einn við framan sjónvarpið
og heyri Dauðan hvísla: komdu að leika
Komdu út og við skulum leika

Dauðinn er góður félagi
hann mun ekki bregðast mér
Hann ætlar að kenna mér að mála
eins og sólin, leyfa mér að snerta
himininn.
————————————————