Dreymandi kvíðinn bíð eftir aftöku
vona að hún taki fljótt af án sársauka
þeir óla mig rólegan niður í rafmagnsstólinn
þú starir ásakandi á mig í gegnum glerið
skömmin beinir augun mínum tómlega niður
ættingjar fórnarlambsins sitjast niður hljóðir
presturinn muldrar bænir meðan hárið rakast niður
boðar náungakærleik og hinn heilaga anda

klukkan á veggnum slær mín síðustu hjartaslög
samviskan kinkar kolli til svartklædds böðulsins
lítið tár tileinkað þér rennur niður vangann
straumurinn brennir sig í gegnum líkamann
húðin sviðnar og hræið mitt hristist ákaft
myrkur og ró færist yfir himin og jörð
“True words are never spoken”