Brostið hjarta, blæðir út
Brostið hjarta, blæðir út
blátt er orðið hörund kalt
í sálu sárri hatrið bjó
sat þar inni, loks þó dó
með sálina í molum.
Myrkið sækir á mig, dimmt
myrkur haturs tekur líf
nú skal ég loksins vera sterk
sker í hjarta, finn þann verk
sem tekur mig af jörðu.
Með bros á vör ég byrja á ný
barma aldrei aftur mér
á himnum létta streng'á slæ
sé árstíðirnar, blómin, snæ
laus frá jarðar bölvun.