hef horft lengi - í eilífðarinnar djúp
reynt að brjóta leið
gegnum lífsins harða hjúp.

árum saman mistekist
á vegginn harða rekist
hruflað mig til blóðs.



veggurinn stendur þarna enn og hæðist
að þeim sem undir honum
í leit að götum læðist.

styrkist við hvert tár
stækkar meir hvert ár
veggur sem byrgir sýn.



götin á veggnum svo smá
sár orðin gömul og grá
í horni hver einn situr
einmana og bitur
enga ást að fá.



auðn undir veggnum og hinum megin skárra
leiðin í gegn er fær fótum svo fárra
ekki fótum mínum
lífið glatast sýnum
og veggurinn stendur hér enn.



en nú sé ég gat eitt mjótt
og flýti mér þangað fljótt
skríð með herkjum inn
kemst undir vegginn
og mér er orðið rótt.

bak veggsins
hinum megin
þar sem draumarnir rætast skjótt.


-pardus-
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.