Ég þreifa fyrir mér, þreifa á þér.
  Leitandi að því sem aldrei finn,
  í von um að hið ómögulega,
  sjái sér fært um að mæta.
  Kannski er fullkomleikinn hér,
  gæti verið að finna í þér.
  Ég lifi í voninni
  og vonin lifir í mér.
  Fullkomleikinn er hin sanna ást,
  er hin sanna ást þú?
  Ég þreifi fyrir mér og vona,
  einn daginn hætti dagarnir,
  að verða svarthvítir, 
  einkennandi af leit og leiða.
  Vonandi á ég regnbogadaga með þér.