Örmagna sligast áfram köld og þreytt
kettlingafull móðir sem enginn lengur vill
máttfarin loppan haltrar eftir grjótkast barna
regndroparnir límast við horaðan skrokkinn
vonin dofnar meðan nóttin glottir miskunarlaus
hrollurinn nístir inn að skjálfandi beini

matarlykt kveikir von og gefur fáein skref
afkvæmin í maganum sparka fast til hvatningar
lyktin endar við glugga fíns veitingastaðar
regndropar leka hægt niður alvarlega hökuna
læðist með lítið tár sem enginn sér né trúir
tárið blandað trega og þrjósku við að gefast upp

móðureðlið togar blauta veikburða fætur áfram
áfram uns titrandi líkaminn riðar til falls
farsímafólk gengur framhjá en forðast augnráð
afkvæmin skynja ástandið vilja strax út í heiminn
en móðirin malar blíðlega til að róa systkynin niður
því þessi grimmi heimur hefur ekkert til að bjóða þeim
áhyggjufull býr móðirin sig undir að deyja í nótt
“True words are never spoken”