Nuddaði brjóst þitt

Flaugst í hjartað mitt
litli rauðbrystingur.
Blóðið mitt  varð þitt
goggurinn var fastur
ég féll um koll.
Eftir augnablik
raknaði ég við
fann litla kroppinn þinn.
Tók þig varlega frá
hélt þér í lófa mínum
og nuddaði brjóst þitt
Þar til það tifaði.
Þú hristir gogginn
settist á öxl mér
flaugst burt
um stund.
Settist svo aftur
á vinstri öxl.
Ávalt eftir það
kemur þú þegar ég er
einmanna.
og flautar sönginn
frjáls.