Um rifu augans
 
 

Dropar flétta saman frið 


Um rifu augans


Orka Íslands steina 
standa þér við hlið. 
Viltu lofa og reina 
lukka er fyrir þig . 


í golu geng um götur 
treysti litum augans. 
Um beyglaðar fötur 
hugans, fölan fínan dans. 

Í bylgju sandi stranda 
speglar sjór á milli. 
Margra lita landa 
lof í draumsins hilli 

Um rifu augans 
drjúpa dropar strengs. 
Milli mín og vanans 
vefur viljans regns. 

Dropar flétta saman 
í golu fumlaust fang. 
Í glugga það er gaman 
enni einni um gang. 

Geislar augað rangt 
auðnan annað plan. 
Treystu litla lofi, langt 
tilgangi taumsins þan. 

Gaman er að vera saman 
í golu, þessari vídd. 
Rétt handan við skjáinn 
hönd við bókstaf, 
í friði allt er hvítt.