Fimm fjórðu.


Við förum yfir fjöll og firði,
Við vegalausa flóttaleið.
Hvert andartak er tímans byrði,
Brýrnar brenna.

Bar þá förumann að garði,
Bar hann staf í höndum sér.
Á okkur hann ákaft starði,
Bogann að spenna.

Henti frá sér skeyti hörðu,
Henti gæti hvern sem er.
Hæfði þig og batt við jörðu,
Sárið stækkar.

Refur er og einn á reiki,
Tófa drepin fyrir sauð.
Yrðlingarnir hungurveikir,
Heima fækkar.

Einn ég byrjun vetrar leit,
Einn er ég sem eigra, lifi.
Dofna spor í óðalsreit,
Sólin lækkar.