Þarna stendur þú.
Stendur þétt upp við skiltið sem les "strætó"
þarna stendur þú
og lítur á úrið í tíma og ótíma
með tónlistina glimrandi í augunum
rétt eins og allir hinir krakkarnir 
er það ekki?

En ég veit vel að hjarta þitt er brotið
eftir áflog fortíðar þinnar
og ég veit vel að það særir meira
en ef strætisvagninn myndi keyra yfir þig.

En, muntu einhverntíman vakna?
Taka heyrnatólin úr eyrunum
og átta þig á því
að hinn helmingurinn af hjarta þínu
stendur hér.
Og bíður líka eftir strætó.
Sama strætó og við erum búin að taka daglega í þrjú ár.
Þú þarft ekki að vera hálftómur að innan
sjáðu það.
“wasted on fixing all the problems that you made in your own head”