Ég er við jaðar þinn.

En er ég jaðar þinn?

Hví ertu þarna, en ég hér?

Hví er ég ekki inni í þér?

Ertu of mikið til að hleypa mér að?

Ég er þú! Samt ekki, þú hverfula haf.

Berstu og slæst um til að ná til mín?

Eða hylurðu frá mér sönnu augu þín?

Ó, ég þrái að líða um í seiðandi djúpum þínum.

En bráður dauði fylgir flestum draumum mínum.

-Eyþór Mikael