Hulda heitir glettin mær,
bæði drulluklár og haugafær.
Á fótum ber hún sínar tær
en fögur orð hef ég ekki um þær

Í sól sem skyggju hún alltaf geislar
og náttúruöflin bros hennar beislar.
Hún er guðdómleg kona, konan svona,
svar allra biðlanna vona

Það verður mín iðja
að hana tilbiðja.
Hún er sólarinnar miðja
okkar alheimsgeimgyðja

Hún eldar sjaldan, sem betur fer
og er sko alls ekki sver, ég sver
hún er fullkomið eintak af sjálfri sér.
Hulda Hvönn viltu giftast mér