Hulins heimur
 
Ég er frjáls
undir flöktandi stjörnu,
feiminn finn 
andardrátt
í hálsmál mitt.
 
Ég held þú vitir, 
hvert við höldum nú
undir blikandi stjörnu.
 
Feiminn finn
handarstrok fín
bláklukkan mín
hvað viltu veita mér
svo innilega hér.
 
Undir stjörnu þaki,
vaki ég hjá þér,
úti myrkrið er
birtan ber með þér
hvert sem litið er.
 
Fegurðin er engri lík
andlit þitt og barmur
dillandi hlátur
vaggar mér.
 
Í hulins heima
geng með þér
um blóm og engi
undir stjörnu hvolfi .