Góðan daginn gott fólk,

Eflaust eruð þið eins og ég,
með smá ljóðablóð seytlandi
um æðar ykkar.  En eins og ég
eruð þið ekki að missa ykkur í 
að setja allt sem þið eigið á hugi.is

Öldur alnetsins eru ólgusjór og ekki
fyrir neinn að vaða, þess vegna legg
ég til að við nýtum þennan litla þráð
hér til að kynnast hvort öðru og þeim
mismunandi leiðum sem við förum
við að dreifa orðverkum okkar.
  
Ég skal byrja
Ég er á Ljóð.is
eða var því ég ákvað nýlega að prófa þetta tumblr þarna.
Ég held samt að ég muni flytja allt það skemmtilega
að endingu yfir á ljóð.is... Það er bara eitthvað svo töff við
svona alíslenskar síður.

En já, hvað segir þú?