Þetta er það sem móðir mín las
Og trúði staðfast
Uppúr bókinni er gengið hefur á milli kynslóðanna
Sannleikurinn horfinn fyrir trú og fyrir lygum
Heimurinn hefur lokað sínum seinustu dyrum
Það er svona sem englarnir deyja
Þegar börnin gleyma
Því sem foreldrarnir höfðu að segja
Villast útaf lífsins veg
Og gleyma sjálfum sér
Þegar trú verður að lygum og lygar verða að trú
Hefur ung stúlka gleymt því að hún er bara hún
Í paradís í helvíti situr ein með tár á kinn
Fokið er nafnið og gleymd er virðingin
Það er svona sem englarnir deyja
Slitnir vængir, brennisteinn og reiði
Hafa gleymt því hvað var á seiði
Guð skapaði þau í sinni mynd
En guð er löngu farinn
Heimurinn brunninn og enginn heyrist kvarta
Því að vonin slokknuð í þeirra hjarta
Allir löngu horfnir sem vissu hvað átti að segja
Þeir fóru þegar þeir sáu englana deyja
En úr öskunni rís fönixinn
Sterkari en faðirinn
Tilbúinn að sýna þeim
Úr lygum skal skapa draumaheim
Og börnin þurfa ekki lengur að gjalda
Fyrir syndir feðranna
Ljós í myrkri djöflanna
Þannig fann ég ástina
Slitnir vængir, hatur og læti
En börnin samt full af ást og kæti
Það er þannig sem englarnir fæðast
Ekki það að ég viti neitt um það