Mig dreymdi svo skrýtinn draum eitt sinn
skrýtnari engann ég veit.
Þú varst besti vinurinn minn,
beint í andlit þitt ég leit.

Við sátum saman og sögðum ei neitt
en söknuðum samt ekki neins.
Skyndilega varð ég svo þreytt
og sofnaði undir eins.

Ég vaknaði aftur alllöngu síðar
og allt var orðið svo breytt.
Árin mörg lið' innan tíðar
ég þekkti þig ekki neitt.

Ég tækifæri lét úr greipum mér renna
mér opnuðust augun of seint.
Tapaðir tímar í hjarta mér brenna,
ég vildi ég hefð' eitthvað reynt.