Við ísjaðarinn mun bíða þín maður
sveipaður feldi af hvítabirni.
Hann mun leiða þig gegnum auðnina
án orða

uns þið komið á stað
sem er löngu gleymdur.

Og hann mun skilja þig þar eftir
til að gráta burt
frosin tár heimsins.