úr myrkviðum heljar nálgast hann hratt
horfir yfir yfirborð heimsins svo flatt
og lætur sig falla með skelli á grund.
konungur þessi hefur margan manninn kvalið
með ofríki miklu í hjörtum flestra dvalið
sýgur gleði úr sálum - eykst með hverri stund.

sviti og tár - nú veist'að hann nálgast
nagir þú neglur - senn hugur þinn sálgast
og þú getur ei fest hug'á skapaðan hlut.
á sjónarrönd sérðu hvar skipið hans kemur
sjúkur á taugum þú í hausinn þinn lemur
hroðalega ljótur hann stendur þar í skut.

hann mun dvelja með þér - alla þessa törn
haus þinn mun engjast í níðþröngri kvörn
þegar slær hann þig með sínum vendi.
hann mun standa yfir þér fyrir öll þessi próf
þessi prófkvíði mun ei stilla höggunum í hóf
grátandi þú bíður þess að þjáningin endi.

en þegar síðasti stafur er ritaður á blaðið
og sigur yfir fögunum rennur í hlaðið
mun djöfullinn strax hverfa á braut.
með bros á vör - sumarið nú fyrir augum
í alsælu á sólarströnd þú slakar á taugum
og áhyggjuleysi - með framtíðina í graut.


-pardus-


Ég á bara eitt skítlétt próf eftir - svo STÚDENT!!!!!!! ;) ;) ;)
Þetta ljóð er samið með samúð til allra þeirra sem eiga þau eftir.


*liggaliggalái* ;þ
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.