Tvö gömul skúffuljóð síðan úr framhaldsskóla:

Stuttur óður til ástarinnar

Ástin hún er eilíf
og hefur dýrðina með sér,
án hennar heilagra verka
þá væri ég ekki hér.

Hún lætur augu mín glitra
eða fær sálina til að þjást,
því það er hún sem ræður
hvort hjarta mitt fái að sjást.

Hún skilur mig einan í sárum
en ég þrái hana á ný,
er ég hennar verður
það er hún sem ræður því.

Hún snýr mér í allar áttir
og gefur eigi grið,
heldur tortímir veröld minni
ég sárbæni um frið.

Hún heldur mér alltaf nálægt
en hendir mér líka frá,
það dregur úr mér máttinn
þann eina sem ég á.



Sögumaður

Þú settist í kjöltu mína
og vildir heyra sögur,
allar sögur í heimi

Þá
sagði ég þér sögu um dýrin
og þú fylltist vorkunn

ég sagði þér sögu af hetjum
og þú fylltist eldmóð

ég sagði þér sögu af fátækling
og þú fylltist kærleik

síðan sagði ég sögu ástarinnar
og þú hljópst í burtu.