Hér er ljóð gert eftir Bragháttum, ágætt, hefði samt geta verið betra ef ég hefði eitt meiri tíma í það.

Stjarnan skær á himni skín
stjarnan ljúfa, stjarnan mín
sem lýsir nótt, lýsir leið
loksins virðist gatan greið

En samt er það ekki satt
samt rætist ekki draumur
um betri tíð, sem vonin batt
berst gegn mér heimsins flaumur

Var okkur ekki ætlað að vera eitt
er ekki von um ástand breytt
sú ást sem í brjósti berst
bara það hefði aldrei gerst

En í draumi sá dagur kemur
dagurinn er allt mun breytast
ég óska þess öðru fremur
að ástir okkar munu gerast

Og dagar líða, dagar verða ár
draumur aldrei rætist
skilur aðeins eftir sár
svo hjartað aldrei kætist

Og að lokum er tíminn ekki telur
tilfinningum, lífi, dauðinn stelur
Þá svíf ég í sálarfrið
er stend fyrir framan himnahlið