Barnið starir gegnum glerið hungruðum augum
á fallega hlutinn ekki ætlaðan því
löngunin svo sterk að það sárlega svíður
skyndilega rykkt burt með háværum skömmum

heima situr með líðan svanga og hug tóman
reikar um gólfið sem svarthvít vofa
svíðinn orðinn að eldheitu blæðandi sári
ískápurinn tómur svo úr litlu að moða

óstyrkar hendur tæma gullsjóði mömmu
þráin yfirvinnur samvisku gleymda
réttlætingin ómar svo rétt og skýr
eins manns krossferð er hafin

með flöktandi augum kaupir hlutinn dýra
sveittir lófar handleika fágæt dýrsemin
óhrædd geng heim á logandi vígstöðvar
þar ríkir glundroði og sprengjur falla

sólina fer að halla og stjörnurnar birtast
barnið horfir út með útgrátin augun bólgin
marinn líkaminn skjálfar undir hlýrri sæng

yfir bólginn munninn færist örlítið bros
er hún heldur á perlunni móts við himin
tyllir henni á tunglið og segir góða nótt
“True words are never spoken”