Laufin lifnuðu á trjánum
í litlausum vetrarhjúp,
og himininn horfði á mig,
á hjartans dimmu djúp.

Fuglarnir sungu um friðinn
sem fagnar hverri sál,
um dagsins ljúfu drauma,
um dansandi ástarbál.

Hamingjan hvarf frá mér,
hamingjan elti þig.
Veturinn var kominn
er vorið kyssti mig.

Með eitrað angur í hjarta,
ég eftir sumrinu beið,
en lífið leit ekki við mér,
því leita ég enn að leið.

Ég leita enn að lífi
sem lifir fyrir mig.
Ég vona að vorið komi,
að vorið kyssi þig.