Rigningin skellur á kluggana fast,
grá birtan yfir liggur.
Jörðin fær þunglyndiskast
Guð hlýtur að vera hryggur.

Hann er búinn að gráta í einn mánuð,
heimurinn er grimmur og vægðarlaus
jörðin er orðin þreytt og gránuð,
enginn veit lengur neitt í sinn haus.

Limlestingar og morð,
stór og særandi orð.
Fólk eru skepnur grimmar
og innihalda hugsanir dimmar.

Friður er sjaldgæfur í þessum heimi,
tilgangslaus dráp á saklausum lífum.
Þoka dauðans á sveimi
morð framin með beittum hnífum.

Höf: G.E.S. Stríð og styrjaldir í aldanna rás.