Undan frosti skreið mitt nakta hjarta
berskjaldað af einskærri þrá
að stilla strengi saman við þína
og svífa burt frá þungri brá.

Hjartað tók kipp, er það sólargeisla sá,
brjóta sér leið gegnum skýin.
En sólargeislinn fagri, er hjartað sá,
sér fegurri jarðveg fann.

Nú slær mitt hjarta dauðslög
í takt við frost og hret.
Mín ísilögð þrá til eilífðar er
dæmd frá birtu og yl.