Ef sem fiðrildi
ég flygi frá veggnum
þar sem fuglar finna mig ei.
Mun gráðugur froskur gleypa mig,
leikleitinn köttur klóra mig
eða klaufskt barn,
sem vildi aðeins
að ég flytti ósk þess með mér,
kremja mig.
Hetjur deyja
en heiglar lifa í skömm.