ég sit uppi í sófa einmana máttlaus dofinn og gramur
hlusta á Pink Floyd og hennar angurværa gítarglamur
þó hljóðin séu ljúf og hrollur hríslast um bakið
og textar um sorgir hafa tárakirtlana vakið
þá er ég fyrst með þér - sjálfum mér samur.

“shine on you crazy diamond” hljómar í eyrum mér
en hrollurinn eykst mjög með “wish you were here”
því þegar textarnir fjalla um ástir gleði og hlýju
og tilfinningar sem ávallt kvikna að nýju
þá mun hugur minn æ í raun dvelja hjá þér.

fyrst þegar “comfortably numb” brýst inn í mitt eyra
tekur söngvarinn að syngja um sorgir og fleira
þegar röddin þín er hljóðnuð - þögnin ekki rofin
sit ég uppi í sófa með heyrnartólin dofinn.

öll þessi ástarlög ná að fanga mig
því í raun og veru fjalla þau um þig.


-pardus-

***Hverjir hérna hlusta á tónlist og yfirfæra sína reynslu yfir í texta laganna? Ég er vanur að gera svoleiðis og núna þegar ég er ástfanginn upp fyrir haus finn ég alltaf eitthvað í öllum ástarlögum sem ég get borið saman við mig ;)***
Náttúrubarn, landfræðinemi, veiðimaður, ljóðskáld og alls konar manneskja.